Kristín Steinsdóttir

Kristín Steinsdóttir

Kristín Steinsdóttir er fædd 11. mars 1946. Hún lauk stúdentsprófi frá MA árið 1967 og kennaraprófi frá Kennaraskólanum ári síðar. Hún lagði stund á dönsku og danskar bókmenntir  í Kaupmannahöfn og þýsku og þýskar bókmenntir í Göttingen og útskrifaðist með BA-próf í dönsku og þýskufrá HÍ árið 1981.

Kristín fékkst um árabil við kennslu en hefur sinnt ritstörfum eingöngu frá árinu 1988. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1987 fyrir fyrstu bók sína, Franskbrauð með sultu. Hún hefur æ síðan verið í fremstu röð íslenskra barna- og unglingasagnahöfunda og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir barnabækur sína, m.a. Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2003 fyrir Engil í Vesturbænum.

Kristín hefur jafnframt skrifað skáldsögur fyrir fullorðna sem notið hafa mikillar hylli, m.a. var bókin Á eign vegum tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008, og fyrir Ljósu, sem kom út 2010, hlaut Kristín bæði Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin.


[Ítarefni]

Kristín Steinsdóttir hefur verið í fremstu röð íslenskra barna- og unglingabókahöfunda allt frá því að hún sendi frá sér sína fyrstu bók, Franskbrauð með sultu, árið 1987 en fyrir þá bók hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin. Þá hefur hún einnig skrifað leikrit í samvinnu við Iðunni systur sína. Kristín hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal viðurkenningu IBBY-samtakanna fyrir Fjólubláa daga 1992, Vestur í bláinn var lögð fram af Íslands hálfu til Janus Korzak bókmenntaverðlaunanna 1998 og ári síðar var bókin Kleinur og karrí tilnefnd til Barnabókaverðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkur. Engill í Vesturbænum hlaut Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda barnabók ársins 2002. Fyrir sömu bók hlaut Kristín Norrænu barnabókaverðlaunin vorið 2003 og Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins ári síðar. Nýjasta barnabók Kristínar nefnist Rissa vill ekki fljúga. Hana myndskreytir Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, eins og fleiri af bókum Kristínar, þar á meðal verðlaunabókina Engill í vesturbænum.

Kristín Steinsdóttir fléttar saman nútíð og fortíð, raunveruleika og þjóðtrú af mikilli list í verkum sínum; henni tekst að láta drauga frá 19. öld lifna við, færa sögusviðið til himna, láta stúlku hverfa aftur um öld og nýta sér þjóðsagnaarf þjóðarinnar á frjóan hátt. Bækur hennar eru skemmtilegar aflestrar en um leið spennandi og áhrifaríkar.

Auk barnabókaskrifa og -þýðinga hefur Kristín sent frá sér fjórar skáldsögur fyrir fullorðna sem hafa hlotið afar góðar móttökur. Þær nefnast Sólin sest að morgni (2004), Á eigin vegum (2006), Ljósa (2010) og Bjarna-Dísa (2012). Á eigin vegum var tilnenfnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og fyrir Ljósu hlaut Kristín bæði Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna.

Ritaskrá Kristínar og ítarlegri upplýsingar um feril hennar má nálgast á .

[/Ítarefni]

Opnunartímar í Bókabúð Forlagsins:

Mánudag-föstudags kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Skráðu þig á póstlistann okkar:

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | Fax 575 5601 forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning