Heimili höfundanna

Kristín Steinsdóttir
Kristín Steinsdóttir
Kristín Steinsdóttir er fædd á Seyðisfirði 1946 og ólst þar upp. Hún varð stúdent frá MA 1967 og tók kennarapróf frá Kennaraskólanum ári síðar. Um skeið bjó hún erlendis og lagði þá stund á dönskunám í Kaupmannahöfn og þýskunám í Göttingen. Árið 1981 lauk hún BA-prófi í dönsku og þýsku frá Háskóla Íslands. Kristín fékkst um árabil við kennslu í grunn- og framhaldsskóla en hefur sinnt ritstörfum eingöngu frá árinu 1988. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1987 fyrir fyrstu bók sína, Franskbrauð með sultu, og skrifaði í kjölfarið fjölda barna- og unglingabóka, á þriðja tug alls. Árið 2003 fékk hún Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina Engill í Vesturbænum. Samhliða farsælum ferli við barnabókaskrif samdi Kristín allmörg leikrit fyrir börn og fullorðna, flest í félagi við Iðunni systur sína. Þekktasta verkið er eflaust Síldin kemur og síldin fer sem var frumsýnt 1986. Á seinni árum hefur Kristín einkum skrifað fyrir fullorðna og hafa skáldsögur hennar notið mikilla vinsælda. Hún skrifar lipran stíl og aðalpersónur í sögum hennar eru konur á ýmsum aldri sem oft þurfa að takast á við erfiðar aðstæður. Kristín hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldsögurnar, var til dæmis tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Á eigin vegum (útg. 2007) og hlaut Fjöruverðlaunin fyrir sömu bók. Sömuleiðis fékk hún Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV fyrir Ljósu (útg. 2010) sem er að líkindum vinsælasta skáldsaga hennar. Bækur Kristínar hafa komið út á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og víðar. Kristín sat lengi í stjórn Rithöfundasambands Íslands og var formaður sambandsins 2010–2014. Áður hafði hún gegnt formennsku Sambands íslenskra barna- og unglingabókahöfunda 1999–2003.

Bækur eftir höfund

strákar og stjörnupör
Stjörnur og strákapör
990 kr.
A_eigin_vegum_Leikhuskapa_72pt
Á eigin vegum
3.690 kr.
Front Cover
Fallin spýta
990 kr.1.290 kr.
Yfir bænum heima
Yfir bænum heima
1.490 kr.3.990 kr.
Draugar í sjöunda himni
Draugur í sjöunda himni
Draugar vilja ekki dósagos
Draugar vilja ekki dósagos
1.490 kr.
Á eigin vegum - Kristín Steinsdóttir
Á eigin vegum
990 kr.1.860 kr.
Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur
Ljósa
990 kr.3.490 kr.
Vestur í bláinn
Vestur í bláinn
1.490 kr.
Engill í vesturbænum
Engill í vesturbænum
1.490 kr.3.290 kr.
Franskbrauð með sultu - Kristín Steinsdóttir
Franskbrauð með sultu
1.025 kr.1.390 kr.
Ekki vera sár
Ekki vera sár
990 kr.3.990 kr.
Vonarlandið
Vonarlandið
990 kr.3.265 kr.
Bjarna-Dísa eftir Kristínu Steinsdóttur
Bjarna-Dísa
990 kr.2.995 kr.
Hetjur - Kristin Steinsdóttir
Hetjur
1.090 kr.2.290 kr.
attachment-12495
Rissa vill ekki fljúga
720 kr.
attachment-18503
Sólin sest að morgni
990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning