Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Forlagsins

Forlagið hefur markað sér stefnu til að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum og leitast við að nota hráefni og tækni sem valda sem minnstri mengun, flokka og endurvinna eins og framast er unnt og spara hráefni og orku þegar því verður við komið. Við berum virðingu fyrir umhverfinu, förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð.

Forlagið notar rafrænt reikningshald til að draga úr pappírsnotkun á skrifstofu. Rusl er flokkað og sent í endurvinnslu. Efni er endurnýtt þegar því verður við komið, t.d. pappakassar. Við endurnýtum tækjabúnað og gerum við frekar en að kaupa nýtt. Í bókabúð Forlagsins er boðið upp á poka úr pappír eða kaup á fjölnota burðarpokum.

Starfsfólk leggur sitt af mörkum með því að flokka rusl, endurvinna, draga úr pappírsnotkun og slökkva loftljós og lampa við brottför. Margir nota almenningssamgöngur og vistvæn farartæki í ferðum til og frá vinnu. Það er stefna fyrirtækisins að draga úr óþarfa langferðum, en ferðir starfsmanna á vegum Forlagsins innan lands sem utan eru kolefnisjafnaðar.

Forlagið plastpakkar ekki bókum nema í undantekningartilvikum. Við veljum birgja sem eru meðvitaðir um umhverfið og vinnum nær eingöngu með umhverfisvottuðum prentsmiðjum (Svansvottun eða ISO-vottun) sem prenta á Svansvottaðan eða FSC-vottaðan pappír úr sjálfbærum skógum (Forest Stewardship Council).

Með betra skipulagi hefur Forlagið fækkað útsendingum frá fyrirtækinu um þriðjung. Við vinnum með Eimskip og Smyril line til að flytja útgáfubækur til landsins og reynum að halda flugfrakt í lágmarki.

Förgun á vegum Forlagsins er framkvæmd á ábyrgan hátt í gegn um viðurkennda leið í Sorpu. Öllum spilliefnum svo sem rafhlöðum,  ljósaperum, prenthylkjum, er fargað á viðeigandi hátt.

Forlagið kolefnisjafnar útblástursmengun ökutækja sinna og vegna flugferða starfsmanna í gegn um Kolvið (kolvidur.is). Samkvæmt kolefnisbókhaldi fyrir Forlagið 2020 var kolefnisfótspor af ferðum og akstri um 14,7 tonn af koltvísýringi og samsvarar kolefnisjöfnun gróðursetningu á 147 trjám.

Umhverfisstefnan er skoðuð reglulega og áætlanir bættar eins og þörf krefur.

Opnunartímar í Bókabúð Forlagsins:

Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

nýskráning

INNskráning

Nýskráning