Heimili höfundanna

Olafur Ragnar Grimsson svarthvit
Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson (f. 1943) fæddist á Ísafirði en ólst að nokkru leyti upp hjá ömmu sinni og afa á Þingeyri í kjölfar veikinda móður hans. Fjölskyldan flutti suður á sjötta áratugnum og Ólafur gekk í Miðbæjarskólann, lauk landsprófi 1958 við Gagnfræðaskólann við Vonarstræti og stúdentsprófi frá MR 1962. Eftir stúdentspróf lá leiðin til Manchester þar sem Ólafur stundaði nám í hagfræði og stjórnmálafræði. Hann lauk BA-prófi í báðum greinum frá háskólanum í Manchester 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði við sama skóla 1970. Ólafur varð lektor við Háskóla Íslands þegar kennsla hófst þar í stjórnmálafræði, og lagði þar með grunn að kennslu í greininni við þá menntastofnun; hann varð prófessor við HÍ 1973 og stundaði rannsóknir við skólann 1970–1988. Ólafur Ragnar lét snemma að sér kveða í stjórnmálum, fyrst innan ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og svokallaðrar Möðruvallahreyfingar en 1974 og 1975 var hann varaþingmaður fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Hann var kjörinn þingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1978–1983 og 1991–1996 og var varaþingmaður þess á milli. Árin 1988–1991 var Ólafur fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Ólafur var kjörinn forseti Íslands í kosningunum 1996 og var endurkjörinn árinn 2000, 2004, 2008 og 2012. Ólafur hefur frá því hann lauk ferli sem forseti tekið þátt í margvíslegu samstarfi á alþjóðavísu, einkum því sem lýtur að loftslagsvá og afvopnun og eftir hann liggur fjöldi rita og greina um þjóðfélagsmál, stjórnmálafræði, afvopnunarmál o.fl. Árið 2020 gaf Ólafur Ragnar út hlaðvarpið Sögur handa Kára, sem kom út á bók síðar sama ár. Þar fjallaði hann um kynni sín af þjóðarleiðtogum og frægðarfólki. Og árið 2021 kom út bók hans, Rætur – á æskuslóðum minninga og mótunar.

Bækur eftir höfund

Brefin_hennar_mommu_72pt
Bréfin hennar mömmu
3.690 kr.3.990 kr.
Raetur_72pr
Rætur: Á æskuslóðum minninga og mótunar
1.990 kr.6.190 kr.
Sögur handa Kára
Sögur handa Kára
4.290 kr.
attachment-10813
Saga af forseta
4.990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning