ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2019 | Verð 990 kr. | Setja í körfu | ||
Innbundin | 2019 | 243 | Verð 3.390 kr. | ||
Hljóðbók -- streymi | 2020 | App | Verð 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2020 | 240 | Verð 2.590 kr. |
3 umsagnir um Óstýriláta mamma mín … og ég
embla –
„Einstaklega hjartnæm og áhrifamikil saga sem hreyfir við hlustandanum og lifir með honum lengi á eftir. Höfundur dregur á ljóslifandi hátt upp myndir úr bæði fortíð og samtíð, fléttar tímasviðin saman af miklu öryggi og varpar ljósi á aðstæður margra íslenskra fjölskyldna nokkrar kynslóðir aftur í tímann. Verkið er skrifað af sterkri þörf höfundar til að reyna að skilja bæði eigið líf og annarra, einkum móður sinnar, og vinna úr flóknum tilfinningum. Það er viðeigandi að Sæunn Kjartansdóttir flytji hinn persónulega og einlæga texta sinn sjálf. Hún gerir það afburðavel, á látlausan en hlýjan hátt þegar upp er staðið, ekki síður en hin litríka, sterka og óstýriláta titilpersóna bókarinnar. Frumleg og eftirminnileg.“
Umsögn dómnefndar / Íslensku hljóðbókaverðlaunin
gudnord –
„þaulhugsað verk, textinn hvort tveggja djúpur og skemmtilegur aflestrar og vinnan sem lögð hefur verið í ritunina og sköpunina skín í gegn.“
Björn Þór Vilhjálmsson / Víðsjá, rás 1
gudnord –
„Þetta er mjög, mjög áhugaverð lesning, það vantar ekki.“
Egill Helgason / Kiljan