Þórdís Helgadóttir, f. 1981, er menntuð í heimspeki, ritstjórn og ritlist. Smásagnasafn hennar Keisaramörgæsir hlaut lofsamlega dóma og leikverkið Þensla var sýnt í Borgarleikhúsinu þar sem Þórdís var starfandi leikskáld veturinn 2019–2020. Þórdís er ein af Svikaskáldum sem sent hafa frá sér þrjú ljóðverk og staðið fyrir margháttuðum viðburðum tengdum ljóðlist.