Heimili höfundanna

Þórarinn Leifsson
Þórarinn Leifsson
Þórarinn Leifsson er fæddur í Reykjavík árið 1966. Hann hefur myndskreytt bækur, bókakápur og blaðagreinar en einnig starfað sem götulistamaður og grafískur hönnuður. Meðal verka hans eru myndskreytingar við röð ævintýra eftir H.C. Andersen sem kom út víða á Norðurlöndum. Þórarinn skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir myrkar, fyndnar og frumlegar barnabækur sínar. Bæði Bókasafn ömmu Huldar (2009) og Maðurinn sem hataði börn (2014) voru tilnefndar til Norrænu barnabókaverðlaunanna og sú síðarnefnda einnig til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Allar barnabækur Þórarins hafa komið út erlendis líka. Götumálarinn (2011), fyrsta fullorðinsbók Þórarins, var tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Síðustu ár hefur Þórarinn starfað sem leiðsögumaður og upp úr þeirri reynslu hans sprettur hin ísmeygilega og meinfyndna glæpasaga Út að drepa túrista (2021) sem veitir einstaka innsýn í furðulegustu atvinnugrein landsins um það leyti sem kórónuveiran kemst á skrið. Hún hefur hlotið lofsamlega dóma.

Bækur eftir höfund

lubbi þysk
Uropa und der Gletscher der verschwand
4.590 kr.
lubbi spensk
El bisabuelo y el glaciar que desapareció
4.590 kr.
grandad
Great-Grandad and the vanishing glacier
4.590 kr.
langafi
Langafi og jökullinn sem hvarf
4.590 kr.
UtAdDrepaTurista_72
Út að drepa túrista
1.990 kr.3.490 kr.
Bekkurinn
Bekkurinn
4.390 kr.
Kaldakol
Kaldakol
990 kr.3.990 kr.
Maðurinn sem hataði börn
Maðurinn sem hataði börn
490 kr.3.390 kr.
Götumálarinn
Götumálarinn
990 kr.2.065 kr.
attachment-21963
Leyndarmálið hans pabba
1.190 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning