Heimili höfundanna

hrafnhildurcrop_ljosm_SagaSig
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir er fædd 1965. Hún lauk burtfararprófi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði nám í frönsku og leikhúsfræðum í Sorbonne í París 1989‒1992. Hún hefur um árabil starfað sem leikskáld, þýðandi og dramatúrg, var listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu 2014‒2020 og síðan listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra í Þjóðleikhúsinu. Meðal verka Hrafnhildar má nefna leikritin Ég er meistarinn, Hægan, Elektra, Norður, Sek og Flóð, auk fjölda leikgerða, útvarpsverka og þýðinga. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir leikverk sín, svo sem Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Menningarverðlaun DV, Grímuverðlaunin og Rithöfundaverðlaun RÚV. Skepna í eigin skinni (útg. 2022) er fyrsta ljóðabók hennar.

Bækur eftir höfund

Skepna_72
Skepna í eigin skinni
3.990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning