Heimili höfundanna

Heiða-Vigdís-Höf2
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir (f. 1992) sigraði í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2022 með sögu sinni Getnaður. Þetta var fyrsta skáldsaga Heiðu, en hún hafði áður unnið samkeppnina um Jóladagatal Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgar 2021. Húmor er sterkt einkenni á verkum Heiðu og þá ekki síst spaugilegur vandræðagangur, en sú hlið hennar fær einnig að njóta sín reglulega með grínhópnum Eldklárar og eftirsóttar. Heiða lauk BA-námi í hagfræði með sagnfræði sem aukafag en nemur nú ritlist við Háskóla Íslands og Universidad del Salvador í Buenos Aires. Um þessar mundir er Heiða búsett í Argentínu þar sem hún vinnur að meistaraverkefni og skrifar pistla fyrir Lestina á Rás 1.

Bækur eftir höfund

Getnadur_72
Getnaður
1.990 kr.2.790 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning