Guðmundur Andri Thorsson, f. 31.12. 1957, er rithöfundur og ritstjóri.

Hann lauk stúdentsprófi frá MS 1978 og BA-prófi í íslensku og bókmenntafræði frá HÍ 1983. Þá stundaði hann nám til cand.mag.-prófs í íslenskum bókmenntum við HÍ 1983-1985.

Guðmundur Andri hefur starfað sem blaðamaður, gagnrýnandi, ritstjóri og þáttagerðamaður. Guðmundur Andri er reglulegur pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu og rithöfundur en fyrsta bók hans, Mín káta angist kom út 1988.