Heimili höfundanna

02
Elísabet Jökulsdóttir
Elísabet Kristín Jökulsdóttir er fædd í Reykjavík 16. apríl 1958. Hún ólst upp á Seltjarnarnesi og í Reykjavík og dvaldi í eitt ár í Grikklandi sem barn. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987 og hefur sótt námskeið í handritaskrifum hjá Kvikmyndasjóði og tekið þátt í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur. Elísabet hefur unnið ýmis störf til sjós og lands, afgreiðslustörf, verið módel hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur, stundað byggingarvinnu, unnið í frystihúsum, verið háseti á bát og ráðskona á Ströndum. Einnig hefur hún verið blaðamaður, unnið þætti fyrir útvarp, verið aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu og haldið fyrirlestra um örsöguskrif í framhaldsskólum. Fyrsta bók Elísabetar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989 og síðan hefur hún sent frá sér ljóð, sögur og skáldsögur. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem sett hafa verið upp hér á landi og erlendis og framið ýmsa gjörninga sem hafa meðal annars birst í Ríkissjónvarpinu. Ljóð hennar hafa birst í safnbókum og tímaritum hér heima og erlendis. 2016 bauð Elísabet sig fram til forseta Íslands og gladdi margan með framgöngu sinni í kosningabaráttunni. Elísabet á þrjá uppkomna syni. Hún býr í Hveragerði. Af vefnum: www.skald.is

Bækur eftir höfund

Saknadarilmur_72
Saknaðarilmur
3.690 kr.3.990 kr.
fotboltasogur-tala-saman-strakar
Fótboltasögur
1.990 kr.
Aprilsolarkuldi_72_IBV
Aprílsólarkuldi
1.490 kr.3.490 kr.
Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar
Stjarna á himni: Lítil sál sem aldrei komst til jarðar
2.990 kr.
Anna á Eyrarbakka
Anna á Eyrarbakka
1.490 kr.
Enginn dans við Ufsaklett: Ástin ein taugahrúga
Enginn dans við Ufsaklett: Ástin ein taugahrúga
2.990 kr.
Dauðinn í veiðarfæraskúrnum - Elísabet Jökulsdóttir
Dauðinn í veiðarfæraskúrnum
2.590 kr.
attachment-10548
Heilræði lásasmiðsins
1.990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning