Heimili höfundanna

EirikurBergmann (1)
Eiríkur Bergmann
Eiríkur Bergmann Einarsson er fæddur í Reykjavík árið 1969. Hann stundaði nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla og lauk doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá HÍ 2009 og nefndist doktorsverkefni hans „Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar.“ Eiríkur er prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við Háskólann á Bifröst. Hann hefur einnig verið gestakennari við ýmsar erlendar menntastofnanir. Eiríkur hefur einkum stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju og þjóðernispópúlisma, Evrópumála o.fl. og hefur skrifað fjölda bóka, bókarkafla og vísindagreina um lýðræði, stjórnmál og þjóðmál, auk þriggja skáldsagna. Hann hefur meðal annars rannsakað og ritað um efnahagskerfi Íslands, einkum í tengslum við efnahagshrunið 2008 og eftirmála þess, um stjórnarskrármálið, Evrópusambandið og Evrópusamruna, uppgang þjóðernispopúlista á Norðurlöndum og annars staðar, samsæriskenningar og margt fleira. Eiríkur hefur verið reglulegur álitsgjafi hjá íslenskum og erlendum fjölmiðlum og ritað greinar fyrir bæði íslensk og erlend blöð, m.a. breska blaðið The Guardian. Útgefandi bóka hans erlendis er forlagið Palgrave Macmillan.

Bækur eftir höfund

Thjodaravarpid_72
Þjóðarávarpið
1.990 kr.4.990 kr.
Samsærið
Samsærið
5.990 kr.
attachment-650973
Hryðjuverkamaður snýr heim
1.695 kr.
attachment-594996
Sjálfstæð þjóð
3.590 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning