Heimili höfundanna

Auður Jónsson
Auður Jónsdóttir
Auður Jónsdóttir, fædd 1973, er rithöfundur og sjálfstæður blaðamaður.  Fyrsta verk hennar skáldskaparkyns sem birtist á prenti var smásagan „Gifting“ í tímaritinu Andblæ haustið 1997, en ári síðar kom út skáldsagan Stjórnlaus lukka sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og síðan hefur Auður sent frá sér skáldverk fyrir börn og fullorðna, auk brautryðjendaverksins Þjáningarfrelsisins þar sem leitast er við að lýsa umhverfi fjölmiðlunar á Íslandi með fjölbreyttri nálgun. Auður nýtir gjarna eigin lífsreynslu á frjóan og skemmtilegan hátt í verkum sínum. Það á ekki síst við um skáldsöguna Ósjálfrátt sem lýsir leið stúlkunnar Eyju til skáldskapar. Bækur hennar hafa notið mikillar hylli lesenda og gagnrýnenda allt frá fyrstu tíð. Auður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir skáldverk sín, auk Stjórnlausrar lukku voru Skrýtnastur er maður sjálfur, Tryggðarpantur, Stóri skjálfti og Þjáningarfrelsið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og þau verðlaun fékk hún fyrir Fólkið í kjallaranum. Sú bók var jafnframt  tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2006 og Ósjálfrátt til sömu verðlauna 2013. Skrýtnastur er maður sjálfur, bókin sem Auður skrifaði um afa sinn, Halldór Laxness, hlaut viðurkenningu Upplýsingar, félags íslenskra bókasafnsfræðinga sem vel unnið fræðirit fyrir börn. Hún var jafnframt kosin barnabók ársins í kosningu íslenskra bóksala. Fleiri bækur Auðar hafa hreppt sæti á listum þeirra í gegnum árin. Fyrir skáldsöguna Ósjálfrátt hlaut hún Fjöruverðlaunin 2012 og Menningarverðlaun DV sama ár. Þá fékk hún Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla ásamt meðhöfundum sínum, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Bækur Auðar hafa komið út í ýmsum löndum og hlotið góðar viðtökur.

Bækur eftir höfund

Högni  Jacket  v12
Högni
7.290 kr.
Allir fuglar fljúga í ljósið
Allir fuglar fljúga í ljósið
3.490 kr.3.790 kr.
107 Reykjavík
107 Reykjavík
3.490 kr.
Tilfinningabyltingin
Tilfinningabyltingin
990 kr.3.390 kr.
  • 2
  • 3
  • 4