Heimili höfundanna

2021_03_26 - Anna0485
Anna Hafþórsdóttir
Anna Hafþórsdóttir hefur unnið undanfarin ár sem leikkona og handritshöfundur. Hún fékk handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands fyrir leikinni þáttaseríu árið 2018 og 2019 sem hún er ennþá að vinna að og ZikZak ætlar að framleiða. Þar á undan vann Anna sem forritari hjá Wuxi-NextCode. Anna skrifaði, leikstýrði, framleiddi og lék í grínþáttunum Í ræktinni með Tinnu og Tótu ásamt Bylgju Babýlons. Að telja upp í milljón er fyrsta skáldsaga Önnu sem áður hefur sent frá sér bæði smásögur og ljóð. Sagan er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021.

Bækur eftir höfund

Adteljauppamiljan_72pt
Að telja upp í milljón
990 kr.2.590 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning