Gunnar Helgason og Elías Rúni eru tilnefndir til heiðursverðlauna IBBY!

Annað hvert ár tilnefnda landsdeildir alþjóðlegu barnabókasamtakanna IBBY rithöfund, myndhöfund og þýðanda á heiðurslista sinn, og fara bækur þeirra í kjölfarið á bókasýningu sem ferðast um heiminn í tvö ár. Í ár eru tveir Forlagshöfundar í þessum hópi, Gunnar Helgason og Elías Rúni.

Gunnar er tilnefndur fyrir fyrstu bókina um Alexander Daníel Hermann Dawidsson – Bannað að eyðileggja, en dómnefnd IBBY hefur þetta að segja um bókina: „Gunnar Helgason er einn okkar fremstu barnabókahöfunda og með bókunum um Alexander Daníel Hermann Dawidsson varpar hann ljósi á erfið málefni, innflytjendasamfélag, fordóma og það hvernig er að vera með ADHD.“ Á síðasta ári kom út framhald tilnefndu bókarinnar, Bannað að ljúga, og þriðja bókin um Alexander, Bannað að drepa, er væntanleg innan skamms.

Elías er tilnefndur fyrir fyrstu bókina í bókaflokkum Vísindalæsi, Sólkerfið, og dómnefnd hefur þetta að segja um myndir hans: „Myndlýsingar Elíasar Rúna í Vísindalæsi: Sólkerfið eru fersk viðbót í barnabókaflóruna. Myndirnar eru uppfullar af húmor á sama tíma og þær útskýra flókin hugtök á aðgengilegan hátt.“ Bókaflokkurinn Vísindalæsi eftir Elías Rúna og Sævar Helga Bragason hefur líka stækkað síðan Sólkerfið kom út, við hafa bæst Umhverfið og Úps – mistök sem breyttu heiminum og innan skamms er væntanleg fjórða bókin sem ber titilinn Hamfarir.

Forlagið óskar Gunnari og Elíasi innilega til hamingju með þessar tilnefningar.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning