Bókaflokkurinn um Freyju og Fróða stækkar

FrodiogFreyjafaraiklippingu_175Ævintýri Freyju og Fróða halda áfram í þessum yndislega nýja bókaflokki eftir þær Kristjönu Friðbjörnsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Fyrstu tvær bækurnar, Freyja og Fróði hjá tannlækni og Freyja og Fróði fara í sund, komu út samtímis og nú koma bækur þrjú og fjögur í samfloti.

Bækurnar eru ætlaðar krökkum á leikskólaaldri og henta vel í lestrarstundir með foreldrum eða kennurum. Freyja og Fróði eru Tumi og Emma 21. aldarinnar!

Freyja og fróði geta ekki sofnað
Það er kominn háttatími en Freyja og Fróði eru ekkert þreytt. Systkinin eru þvert á móti glaðvakandi og afar hugmyndarík! Freyja og Fróði geta ekki sofnað er skemmtileg bók um fjörug systkini og mikilvægi svefns og hvíldar fyrir krakka sem eru að stækka.

Freyja og fróði í klippingu
Freyja og Fróði eru komin með hár niður í augu en samt langar þau ekkert í klippingu. Hvað ef hársnyrtirinn klippir í eyrun eða hárið verður allt of stutt? Freyja og Fróði í klippingu er skemmtileg bók um fjörug systkini sem herða upp hugann og sjá ekki eftir því.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning