Smámyndasmiðurinn

Amsterdam, haustið 1686

Smámyndasmiðurinn eftir Jessie Burton (e. The Miniaturist) hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og er nú komin í íslenskri þýðingu. Sunday Times kallaði bókina „útgáfutíðindi ársins“ þegar hún kom út á frummálinu og fjölmargir miðlar hafa hlaðið hana lofi síðan.

Smámyndasmiðurinn er söguleg skáldsaga sem gerist í Amsterdam haustið 1686 en þangað kemur hin 18 ára Nella til að hefja nýtt líf sem eiginkona vellauðugs kaupmanns. Brúðargjöf hans til Nellu er sérkennileg: skáphús sem er líkan af heimili þeirra. Hún fær smámyndasmið til að útbúa eftirmyndir heimilisfólks og húsbúnaðar en listamaðurinn er viðsjáll og dularfullur og munir hans spegla veruleikann á geigvænlegan hátt.

Skáphúsið veitir Nellu yfirsýn yfir heimilislífið og samhliða því sem leyndarmál hússins verða henni ljós skynjar hún háskann magnast.

Höfundurinn, Jessie Burton, er leikkona, fædd í London 1982. Smámyndasmiðurinn er fyrsta bók hennar. Sagan hefur hlotið margháttaða viðurkenningu og ýmis verðlaun, og verið þýdd á 35 tungumál.

Hannah Kent, höfundur metsölubókarinnar Náðarstund og sérlegur Íslandsvinur, er mikill aðdáandi bókarinnar og lét hafa eftir sér: „Þegar ég kláraði söguna langaði mig strax að byrja á henni aftur.“

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning