Andri Snær

Gríðarlegur áhugi á verkum Andra Snæs

Bókamessan í London fer fram í vikunni en þangað senda íslensk forlög útsendara sína að kynna íslenskar bækur og höfunda en einnig til þess að finna heitustu erlendu titlana til að þýða yfir á íslensku.

Gríðarlegur áhuga er á verkum Andra Snæs Magnasonar í kjölfar forsetaframboðs hans. Mikill fjöldi útgefenda safnast saman hjá réttindastofu Forlagsins og keppast um réttinn á verkum hans.

Starfsmenn réttindastofu Forlagsins segja greinilegt að erlendir útgefendur fylgist vel með framgangi mála á Íslandi og að atburðir undanfarinna vikna séu á allra vitorði. Að sama skapi er áhuga útgefenda á íslenskum bókmenntum í hámarki.

Á dögunum var útgáfurétturinn á nýjustu bók Andra Snæs, Tímakistan, seldur til Japan og Kína. Bækur hans virðast hafa einstakt aðdráttarafl og höfða til fólks um allan heim. Tímakistan, Draumalandið og LoveStar hafa verið seldar til fjölda annarra landa sem og Sagan af bláa hnettinum sem hefur komið út í yfir 30 löndum.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning