Ævar Þór

VARÚÐ! Í ÞESSARI BÓK ERU BRJÁLUÐ VÉLMENNI!

Ævintýri hins barnunga Ævars vísindamanns halda áfram! Hér er komin önnur bókin um bernskubrek hans, Vélmennaárásin, sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Risaeðlur í Reykjavík.

Þekkir þú einhvern sem vill helst hanga í tölvunni allan daginn? Þannig var Ævar vísindamaður þegar hann var ellefu ára. Það gekk meira að segja svo langt að hann skráði sig í sumarskóla til að þurfa ekki að vera úti í sólinni. En það reyndist vera stórhættuleg ákvörðun. Þetta var nefnilega enginn venjulegur skóli …

Fyrsta sagan um bernskubrek Ævars vísindamanns, Risaeðlur í Reykjavík, sló rækilega í gegn og hér halda ævintýrin áfram. Með bókinni efnir Ævar Þór Benediktsson loforð við þúsundir barna um allt land sem tóku þátt í lestrarátaki hans og lásu samtals fimmtíu og fjögur þúsund bækur.

Ævar býður öllum sem vilja að koma í útgáfuboð bókarinnar næstkomandi laugardag, 23. apríl, í Eymundsson í Kringlunni milli 15 og 16:30. Léttar veitingar í boði og bókin á sérstöku kynningarverði!

Hér er hægt að skoða Facebook-viðburðinn.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning