Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 185 | 5.390 kr. |
Um bókina
Vegamyndir geyma úrval ljóða og smáprósa Óskars Árna frá árunum 1990-2015. Höfundur fer með lesandann á flakk um fásótta jafnt sem fjölsótta staði á Íslandi og skissar upp það sem fyrir augu ber – land og fólk sem verður á vegi hans.
Óskar Árni er flandrari og á ferðalögum sínum fetar hann jafnt huglægar slóðir og raunverulegar, hittir Jónas Hallgrímsson, regnvotan á hamborgarastað á Siglufirði og hlustar á Hank Williams á einmanalegu hótelherbergi á Raufarhöfn.
Vegamyndir er systrabók Reykjavíkurmynda frá árinu 2018, úrval borgarljóða Óskars Árna. Höfundur valdi sjálfur ljóð og smáprósa í báðar bækurnar.
Haukur Ingvarsson ritar inngang að þessu úrvali.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar