Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Tanntaka
Útgefandi: Mál og menning
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2021 | 79 | 3.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2021 | 79 | 3.890 kr. |
Um bókina
Tanntaka er frjó og áleitin ljóðabók, lofgjörð til þess að villast og vafra, umbreytast, fullorðnast og finna sinn innri styrk. Þórdís Helgadóttir hefur áður sent frá sér smásagnasafnið Keisaramörgæsir og tvær ljóðabækur í félagi við höfundakollektívið Svikaskáld. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021.
4 umsagnir um Tanntaka
embla –
„Tanntaka er fyrsta ljóðabók Þórdísar Helgadóttur. Ljóðmælandi leiðir lesanda gegnum foreldrahlutverk, einkum þátt móðurinnar og hins kvenlega. Ljóðin eru marglaga og djúp og slá á fínustu hjartastrengi lesenda. Börnin vaxa og kvíði fyrir framtíð þeirra og loftslagsváin er einnig sýnileg í ljóðunum. Þessi ljóðabók á erindi við samtímann af því að málefnin sem hún snertir hljóta að verða lesanda hugleikin. Þau ber að lesa oft því ný sýn fylgir hverjum lestri.“
Umsögn dómnefndar Fjörverðlaunanna
embla –
„Kraftmikið og marglaga verk sem skapar ljóðrænu úr óvæntum áttum og ljáir hversdagslegum athöfnum dulrænt goðmagn.“
Þorvarldur S. Helgason / Fréttablaðið
embla –
„Þetta eru ljóð sem mann langar að lesa aftur og aftur, til þess að skilja þau betur og betur eða bara til þess að láta áhrif þeirra hellast yfir sig á ný.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið
embla –
„Tónninn í Tanntöku er ferskur, nýstárlegur og uppfullur af hugvíkkandi myndum og líkingum.“
Rebekka Sif Stefánsdóttir / Lestrarklefinn