Sögur handa Kára
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 208 | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 208 | 4.290 kr. |
Um bókina
Sögur handa Kára er safn lýsinga á fólki og atburðum í mörgum löndum: Kína, Indlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi, Frakklandi, Póllandi, Ítalíu, Arabísku furstadæmunum, Mexíkó auk Norðurlandanna. Forsetar og aðrir leiðtogar, vísindamenn, aðgerðasinnar, baráttumenn, frumbyggjar, konungar og drottningar birtast við óvenjulegar kringumstæður og tilefnin varða brýnustu viðfangsefni framtíðar: loftslagsmál, frið og afvopnun; einnig hagsmuni Íslands á vettvangi þjóðanna.
Höfundur rifjar upp atburði og persónur í stíl smásögunnar, og beitir bæði skarpskyggni og kímni við frásögnina. Fjöldi þekktra Íslendinga birtist á sviðinu og margt kemur á óvart.
Sögurnar voru settar á blað þegar kórónuveiran hafði umturnað venjulegum lífstakti. Afraksturinn varð vinsælt hlaðvarp á Storytel og fleiri veitum þar sem höfundur flutti sögurnar. Þær koma nú út í bók með fjölda einstæðra ljósmynda sem færa fólk og atburði nær lesandanum.