Skýjafar

Útgefandi: Partus
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 24 1.990 kr.
spinner

Skýjafar

Útgefandi : Partus

1.990 kr.

Skýjafar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 24 1.990 kr.
spinner

Um bókina

Skýjafar er fyrsta ljóðabók Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur og sú 17. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.

Bókin var handsaumuð og gefin út í 200 tölusettum eintökum. Henni var ritstýrt af Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur.

eins og staksteinar í auðn
liggja minningar um þig

heitar
ósnertanlegar
og glóandi

Hvert orð er valið af kostgæfni í þessum fíngerðu kvæðum um nándina og fjarlægðina milli fólks, þar sem náttúra landsins, veður og birtubrigði hljóma undir.

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir (f. 1993) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og grunnnámi í íslensku og ritlist frá Háskóla Íslands. Jóna hefur áður birt ljóð í tímaritinu Stínu.

1 umsögn um Skýjafar

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur