Skírnir: Vor 2023

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 217 5.190 kr.
spinner

Skírnir: Vor 2023

5.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 217 5.190 kr.
spinner

Um bókina

Út er komið vorhefti Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, árið 2023. Með ritstjórn fer bókmenntafræðingurinn Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
Þýðing á ljóðum eftir Anne Sexton
Í heftinu birtast þýðingar Ægis Þórs Jahnke á fimm ljóðum bandarísku skáldkonunnar Anne Sexton, sem hlaut hin virtu Pulitzer verðlaun árið 1967. Að þýðingunum skrifar hann ítarlegan formála um líf og ljóðlist skáldkonunnar.
Ljóðskáld og myndlistarmaður Skírnis
Ljóðskáld Skírnis að þessu sinni er Íslendingum kunnur fyrir getu sína á því sviði en það kann að koma ýmsum á óvart að Gyrðir Elíasson er jafnframt afbragðs myndlistarmaður sem mundar pensilinn af sama hagleik og skilningi og hann færir orð á blað. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Skírnis sem skáldið og myndlistarmaðurinn eru sami einstaklingurinn. Í umfjöllun sinni um myndlistarmanninn Gyrði Elíasson rekur Einar Falur Ingólfsson tengslin milli skáldsins og málarans í ítarlegu viðtali sem er jafnframt fullt af forvitnilegum hugleiðingum Einars sjálfs.
Réttarlæknisfræði
Sérstakt nýmæli í Skírni næstu misserin verður að hefja markvissa samræðu milli hugvísinda og ýmissa sérfræðinga á sviði raun- og lífvísinda. Pétur Guðmann Guðmannsson ríður á vaðið fyrstur vísindamanna og fjallar um sérfræðisvið sitt réttarmeinafræði, sem stendur á mörkum hins lagalega og læknisfræðilega. Í umfjöllun sinni greinir Pétur stöðu réttarmeinafræðinnar sem er „hálfgerður niðursetningur mitt í völundarhúsi heilbrigðiskerfisins“.
Skáldaðar ættartölur
Sagnfræðingurinn Axel Kristinsson varpar fram áleitnum spurningum um það hvort ættartölur Landnámabókar séu skáldaðar í þeim tilgangi að lyfta tilteknum ættum í greininni „Skapandi ættfræði: Hvernig höfðingjar 12. og 13. aldar gerðu sig göfuga með skálduðum ættartölum“.
Bókmenntir og kvikmyndir
Að vanda er fjölbreytt efni um bókmenntir í Skírni. Í bókagagnrýni þessa heftis er sjónum beint að tveggja binda útgáfu bókmenntasögunnar Íslenskra bókmennta: Sögu og samhengis, en um fyrra bindið skrifa Védís Ragnheiðardóttir og Þórdís Edda Jóhannesdóttir og um það seinna Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson. Heimir Pálsson setur fram forvitnilegar hugleiðingar um muninn á hinum ólíku gerðum Snorra-Eddu en í greininni dregur hann saman helstu niðurstöður áratugalangra rannsókna sinna á verkinu. Í þessu hefti er sérstök áhersla lögð á nýjar raddir á fræðasviðinu. Nýdoktorinn og rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar um bóhemið og utangarðsmenningu í verkum íslenska módernistans Jóns Óskars. Tveir doktorsnemar eiga greinar í heftinu, þau Rósa María Hjörvar bókmenntafræðingur sem skrifar um birtingarmyndir reiðinnar í tímamótaverkinu Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson og Gunnar Tómas Kristófersson kvikmyndafræðingur fjallar um leyndan frumkvöðul í íslenskri kvikmyndagerð, heimildamyndagerðarmanninn Kjartan Óskar Bjarnason.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Skírnir: Vor 2023”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning