Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Skepna í eigin skinni
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | 61 | 3.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | 61 | 3.990 kr. |
Um bókina
Skepna í eigin skinni eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur er sterk og heillandi ljóðabók þar sem eftirminnilegar náttúru- og borgarmyndir fanga athyglina en undir yfirborðinu býr annar og sárari veruleiki. Hér er ort um tímann og lífið – breytingar, niðurbrot, dauða, endurnýjun og hringrás – í djúpum, myndríkum ljóðum; andrúmsloftið er grípandi og textinn blæbrigðaríkur og tær. Hrafnhildur hefur skrifað fjölda leikrita og hlotið fyrir þau margvíslegar viðurkenningar.
1 umsögn um Skepna í eigin skinni
embla –
„Skepna í eigin skinni eftir Hrafnhildi Hagalín er frábær ljóðabók. Hrafnhildur býr yfir mikilli orðkynngi og kann að skapa stemningu í ljóðum. Lagt er upp í margvísleg ferðalög með eða án félaga og upplifunum gerð skil. Áfangastaðirnir eru óræðir en þeir búa yfir ríkulegri sögu þótt stundum sé vandratað um göturnar.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan