Maðurinn sem hataði börn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 250 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 490 kr. |
Maðurinn sem hataði börn
490 kr. – 3.390 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 250 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 490 kr. |
Um bókina
Sylvek býr hjá ömmu sinni sem tuðar yfir því að ekkert gerist í Reykjavík – ekki miðað við iðandi mannlífið í Barselóna þar sem þau bjuggu áður. En svo fer allt af stað.
Einhver fer að myrða unga drengi í hverfinu. Um svipað leyti flytur dularfullur leigjandi með ófrýnilegan hund heim til Sylveks. Sá segist hata börn. Inn í söguna fléttast frægur rithöfundur, reffileg blaðakona, lögga sem er hrædd við blóð, hin ógurlegu steratröll og síðast en ekki síst Sjónvarp Stasímon þar sem stendur til að kortleggja lífið í Reykjavík fyrir raunveruleikasjónvarpsþátt sem á engan sinn líka.
Þórarinn Leifsson hefur áður sent frá sér Leyndarmálið hans pabba, Bókasafn ömmu Huldar og Götumálarann. Þórarinn fer ótroðnar slóðir í bókum sínum sem allar hafa hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda á Íslandi og verið þýddar á fjölda tungumála.
Maðurinn sem hataði börn var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka.
4 umsagnir um Maðurinn sem hataði börn
Kristrun Hauksdottir –
„… stórskemmtilegt verk. Það skilur eftir sig spurningar, bæði um verkið sjálft og það þrekvirki sem höfundi tekst, að semja sögu sem er eins fyndin, gagnrýnin og margslungin og raun ber vitni. Einnig sitja eftir spurningar um hvað telst viðeigandi fyrir börn annars vegar og fyrir fullorðna hins vegar.”
Sólveig Ásta Sigurðardóttir / Sirkústjaldið
Kristrun Hauksdottir –
„Í Manninum sem hataði börn tekst Þórarinn Leifsson á við háalvarleg málefni, málefni sem standa íslensku samfélagi nærri og gera þau fyrir vikið enn ógnvænlegri. Sprúðlandi húmor og góð persónusköpun koma hins vegar í veg fyrir að lesandanum líði eins og hann sé að lesa virkilega niðurdrepandi úttekt á samfélagsmeinum Reykjavíkurborgar og bókin er í stuttu máli fantaflott og gott og vandað dæmi þess að íslenskar barnabækur eigi framtíðina fyrir sér.“
Helga Birgisdóttir / DV
Kristrun Hauksdottir –
„Hress og bráðfyndin saga, þó með drungalegu yfirbragði. Hárbeitt en samt svo lúmsk ádeila á íslenskt samfélag sett fram í furðusagnastíl … uppfull af stórskemmtilegum og frumlegum persónum.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið
Kristrun Hauksdottir –
„… hárbeitt ádeila, ískrandi fyndin og ferlega frumleg en fyrst og fremst bráðskemmtileg. Og þetta er heldur ekkert bara bók fyrir börn, heldur fólk á öllum aldri sem finnst gaman að veltast um af hlátri við að lesa fyndnar og frumlega bækur.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið