Íslensk bókmenntasaga 4
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2006 | 5.835 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2006 | 5.835 kr. |
Um bókina
Í þessu fjórða bindi Íslenskrar bókmenntasögu er fjallað um íslenska sagnagerð fyrstu áratugina eftir að Ísland varð fullvalda ríki 1918; um sögur Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Þórbergs Þórðarsonar og margra fleiri rithöfunda sem sendu frá sér sögur á þessum tíma. Þá eru hér ítarlegir kaflar um íslenskan kveðskap á sama tímabili þar sem fjallað er um Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Guðmund Böðvarsson og fleiri skáld sem glímdu mörg við nýja tíma og nýtt form. Sérstakur þáttur er einnig um þjóðlegan fróðleik og alþýðlega sagnaritun á 19. og 20. öld þar sem þeim vinsælu bókmenntum eru gerð rækileg skil. Þessu bindi lýkur síðan á afar ítarlegri úttekt á íslenskri sagnagerð frá heimsstyrjöldinni síðari og fram um 1960 þar sem farið er í saumana á verkum þeirra rithöfunda sem mest áhrif hafa haft á íslenskar bókmenntir – en líka fjallað um barnabækur og önnur verk sem sum hver hafa óverðskuldað fallið í skuggann.
Höfundar efnis í þessu bindi eru allir gagnmenntaðir fræðimenn, virtir á sínu sviði og hafa skrifað fjölda bóka og greina: dr. Árni Sigurjónsson, bókmenntafræðingur, dr. Dagný Kristjánsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Halldór Guðmundsson, mag. art., bókmenntafræðingur og rithöfundur, Jón Yngvi Jóhannsson, M.A., Magnús Hauksson, cand.mag. og lektor, og Silja Aðalsteinsdóttir cand.mag. og rithöfundur. Ritstjóri bókarinnar er Guðmundur Andri Thorsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur.