Gullöldin

Útgefandi: Nýhöfn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 272 7.890 kr.

Gullöldin

Útgefandi : Nýhöfn

7.890 kr.

Gullöldin
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2022 272 7.890 kr.

Um bókina

Hvernig var Reykjavík og mannlífið þar á seinni helming 20. aldar? Svar við þessari spurningu er að finna í miklu og ómetanlegu ljósmyndasafni Rúnars Gunnarssonar. Rúnar, sem er fæddur árið 1944, fékk myndavél í fermingargjöf og hefur síðan þá nánast aldrei skilið myndavélina við sig. Það fer ekki á milli mála, þegar myndasafn Rúnars er skoðað, hvaða myndefni það er sem heillar hann allra mest. Það er mannlífið í fjölskrúðugu borgarlífinu. Í þessu umhverfi hefur Rúnar af mikilli eljusemi og fagkunnáttu tekið ógrynni ómótstæðilegra ljósmynda. Úrval þeirra má nú sjá í þessari veglegu ljósmyndabók sem fengið hefur nafnið Gullöldin Myndir og minningar. Í bókinni eru þó ekki eigöngu ljósmyndir. Hún geymir einnig afar fróðlegan sjálfsævisögulegan inngang með ljósmyndasögulegu ívafi auk smásagna sem vekja upp bæði ljúfar og ljúfsárar minningar frá öldinni sem leið. Gullöldin er ferðalag í gegnum tíðina þar sem ljósmyndarinn fangar  andblæ líðandi stundar og skyggnist inn í eilífðina.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Gullöldin”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur