ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 384 | Verð 3.100 kr. | ||
Geisladiskur | 2013 | Mp3 | Verð 890 kr. | ||
Rafbók | 2013 | Verð 990 kr. | Setja í körfu |
Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636
2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is
6 umsagnir um Dísusaga – konan með gulu töskuna
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Dísusaga … er óvægið uppgjör konu við sjálfa sig og skálds við skáldskap sinn. Að sama skapi er þetta óður til manneskjunnar og náttúrunnar í sinni hreinustu mynd … fyrst og fremst vekur hún lesenda til umhugsunar um þau átök sem geta átt sér stað innra með manneskju og tengls hennar við umhverfi sitt og aðra.“
Ásdís Sigmundsdóttir / Víðsjá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Á einkar persónulegan og frumlegan hátt tekst klofið sjálf skáldsins á við hlutskipti sitt og lesandinn fær afar áhugavert sjónarhorn á lífshlaup og höfundarverk Vigdísar. Dísusaga opnar öll fyrri verk höfundar því Dísa segir frá. Hún vill engu leyna og opnar ýmis sár og hittir lesandann í hjartastað.“
Rökstuðningur dómnefndar Fjöruverðlaunanna
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Bókin er undraverk, göldrótt undraverk … Strax á fyrstu síðunum varð ég kjaftstopp, ég er ennþá meira hugsi núna … Dísusaga, jólagjöf skáldkvenna í ár. Og auðvitað líka jólagjöf allra almennilegra skáldkarla.“
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Höfundurinn fer afar vel með þetta viðkvæma efni … og gerir það undur fallega, en kímnigáfan er heldur aldrei langt undan og sagan verður lifandi, sorgleg, litrík og skemmtileg … lesandinn fær sjaldgæft og athyglisvert sjónarhorn inn í lífshlaup rithöfundarins Vigdísar Grímsdóttur … Út um gluggann á Grænlandi, þar sem þetta er skrifað, sé ég glitta í að minnsta kosti þúsund stjörnur. Vigdís og Dísa eiga þær allar skilið. En hér verða víst fimm að duga.“
Hrafn Jökulsson / Pressan.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Lykilverk á hennar ferli, og eykur manni skilning á öllu því sem hún var að gera á undan … bráðfyndin líka … stórmerkilegt hjá henni. Bók sem við mælum óhikað með.“
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… [frásögn] uppfull af tvístringi og sársauka, en líka gleði, húmor og djúpum pælingum um skáldskap og ævi höfundarins.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið