Árangursríki stjórnandinn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 208 5.190 kr.
spinner

Árangursríki stjórnandinn

5.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 208 5.190 kr.
spinner

Um bókina

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan? Í Árangursríka stjórnandanum eftir Peter F. Drucker segir að stjórnendum sé fyrst og fremst ætlað að koma réttu hlutunum í verk. Það þýðir einfaldlega að ætlast er til þess að þeir séu árangursríkir í starfi. Árangursríkir stjórnendur hafa jafn mikinn tíma og aðrir en þeir nýta tímann betur og kunna að forgangsraða.

Í bókinni dregur Drucker fram fimm grundvallaratriði sem reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

  • Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
  • Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
  • Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
  • Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
  • Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Árangursríki stjórnandinn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur