Ný rödd í íslensku bókmenntalífi!

Hinn ungi og efnilegi Birnir Jón Sigurðsson bar sigur úr býtum í rafbókasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir.

Nýjar raddir, rafbókasamkeppni Forlagsins, snýst um að finna nýja rödd í íslensku bókmenntalífi en keppnin var nú haldin í annað sinn.
Skilyrði fyrir þátttöku er að höfundur handrits hafi ekki hafa gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá atvinnuforlagi.

Alls bárust 9 handrit til dómnefndar sem hafði úr vöndu að ráða. Dómnefnd skipuðu Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur og ritstjóri, Haukur Ingvarsson, skáld og doktorsnemi í bókmenntum, og Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu.

Niðurstaðan var sú að smásagnasafnið Strá eftir Birni Jón Sigurðsson bar sigur úr býtum en samkvæmt umsögn dómnefndar eru sögur Birnis „kraftmiklar og áleitnar sögur úr samtímanum, þær eru myndrænar, skapa sterkt andrúmsloft og koma erindi sínu vel til skila.“

Strá

„kraftmiklar og áleitnar sögur úr samtímanum, þær eru myndrænar, skapa sterkt andrúmsloft og koma erindi sínu vel til skila.“

Birnir er 25 ára gamall sviðslistarnemi sem hefur nú þegar vakið athygli fyrir skrif sín og þátttöku í sviðslist. 

Strá kemur út sem rafbók og hljóðbók. Hana má finna í vefverslun Forlagsins (forlagid.is), Amazon og öðrum stöðum þar sem rafbækur eru seldar. 

Birnir ásamt Silju Aðalsteinsdóttur, formanni dómnefndar, við verðlaunaafhendinguna.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning