Lee Child

Jack Reacher í líkama Toms Cruise

Þá er komið að því: Í næstu viku frumsýna Sambíóin bíómyndina Jack Reacher sem byggð er á spennusögunni Eitt skot eftir hinn afkastamikla og vinsæla Breta Lee Child. Í aðalhlutverkinu er hjartaknúsarinn og gulldrengurinn Tom Cruise sem dvaldi hér á Íslandi í sumar sem leið eins og kunnugt er.

Í kyrrlátum smábæ skýtur leigumorðingi fimm menn til bana. Lögreglan kemst fljótt að því hver skotmaðurinn er og handtekur sökudólginn. En maðurinn segist vera saklaus og biður um að náð sé í Jack Reacher. Þegar Reacher birtist léttir lögfræðingum sakborningsins en Reacher er ekki kominn til að verja hann, þvert á móti. En málið reynist ekki eins einfalt og það virtist í fyrstu.

Eitt skot kom út í íslenskri þýðingu Nönnu B. Þórsdóttur síðastliðið haust og er sú fimmta úr þessum bókaflokki sem Forlagið gefur út. Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Steinþór Guðbjartsson, gaf bókinni fjórar stjörnur og sagði meðal annars: „Eitt skot er frábær spennubók … Textinn er lipur, fléttan góð og lausnin að hætti hússins. … sannur aðdáandi Jacks Reachers lætur bókina ekki frá sér fyrr en að loknum lestri.“

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning