Einar og Sturla í Borgarnesi

Einar Kárason lauk við þríleik sinn um Sturlungaöld með bókinni Skáld sem kom út í október sl. Sagan hefur fengið prýðilegar viðtökur og þótt verðugur endir á þessu mikla verki. Á laugardaginn (12. janúar 2013) stígur Einar á svið í Landnámssetrinu í Borgarnesi og segir söguna af skáldinu Sturlu, allt frá uppvextinum í akademíu Snorra Sturlusonar í Reykholti.

Einar er sagnamaður af guðs náð og heldur áheyrendum sínum hugföngnum meðan hann leiðir þá inn í töfraheim sögunnar. Sýningin hefst kl. 20 og miðapantanir eru í síma 437 1600.

Skáld þykir persónulegri en fyrri bækurnar, Óvinafagnaður (2001) og Ofsi (2008) enda er aðalpersónan Sturla Þórðarson, bróðursonur Snorra Sturlusonar, sagnfræðingurinn og skáldið sem sjálfur skrifaði sögu þessara blóðugu tíma.

Allir lesendur flokksins eiga sína uppáhaldsbók og hefur verðlaunabókin Ofsi sennilega eignast flesta aðdáendur. En gaman var að sjá að Einar Falur Ingólfsson sagði í yfirliti yfir bókmenntaárið 2012 í Morgunblaðinu að honum þætti Skáld besta bók þríleiksins. Í ritdómi sínum í Fréttablaðinu sagði Jón Yngvi Jóhannsson meðal annars: „Myndin sem dregin er upp af Sturlu er sannfærandi og margslungin rétt eins og mynd bókanna allra af Sturlungaaöldinni … Skáld er verðugur lokapunktur hinnar nýju Sturlungu Einars Kárasonar … Bestu kaflarnir eru gerðir af meistarahöndum.”

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning