Íslensku barnabókaverðlaunin

Íslensku barnabókaverðlaunin – dómnefnd hefur komist að niðurstöðu

Tuttugu handrit bárust í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin að þessu sinni, en í haust verða verðlaunin veitt í þrítugasta sinn. Dómnefndarmenn hafa legið í lestri síðan skilafresturinn rann út í byrjun febrúar en hafa nú valið verðlaunahandritið og fært höfundi þess fréttirnar. Nafn höfundarins verður ekki gert opinbert fyrr en verðlaunin verða afhent og verðlaunabókin kemur út en aðrir sem sendu handrit í samkeppnina mega sækja þau á skrifstofu Forlagsins að Bræðraborgarstíg 7. Þar verða handritin geymd í sex mánuði, til 28. október 2016, en eftir það verður þeim fargað. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka þakkar öllum þátttökuna og áhugann.

Íslensku barnabókaverðlaunin voru stofnuð í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og hafa verið veitt frá árinu 1986. Næst verður auglýst eftir handritum að verðlaunabók ársins 2017 og verður skilafrestur 30. janúar á nýju ári.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning