Einar Kárason

Njála með Einari Kárasyni

Einar Kárason rithöfundur hefur flutt Sturlungu til samtímans á eftirminnilegan hátt í skáldverkum sínum en einnig látið að sér kveða í fræðilegum umræðum um Njálssögu og höfund hennar. Á tveggja daga námskeiði föstudaginn 13. og laugardaginn 14. maí ræðir hann í Tveimur heimum, Síðumúla 35, um spurninguna:

Hvaðan kemur Njála – upp úr hverju er hún sprottin?

Ritunartími Njálssögu hefur verið nokkurn veginn sannreyndur. Í ljósi hans er forvitnilegt að skoða hvaða atburði, deilur og stríð sá sem skrifaði bókina hafði upplifað í eigin samtíma og hvernig þeir atburðir enduróma í sögunni sem hann skráði.

Njála gerist á árunum í kringum 1000 en var ekki samin fyrr en tæpum þremur öldum síðar. Í sögunni má víða heyra bergmál af seinni tíma atburðum, þeir birtast í persónum og framvindu sögunnar.

Jafnframt verður hugað að bókmenntatískum og straumum frá samtíma Njáluhöfundar og hver sé líklegastur til að hafa skrifað svo stórbrotið bókmenntaverk í fámennu og fábrotnu samfélagi þrettándu aldar.

Það sannast nú enn með efnistökum í Borgarleikhúsinu á Njálu að sagan er sígild uppspretta hvers kyns listsköpunar. Að fræðast um jarðveg sögunnar dýpkar enn skilning á gildi hennar.

Tími: 20-21:30, 13. og 14. maí.
Gjald fyrir námskeiðið er 12.500kr
Leiðbeinandi áskilur sér rétt til breytinga.

Upplýsingar og pantanir á námskeiðið í síma 786 8699 eða í tölvupósti: 2heimar@2heimar.is

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning