Heimili höfundanna

Vilborg Davíðsdóttir
Vilborg Davíðsdóttir
Vilborg Davíðsdóttir fæddist á Þingeyri árið 1965. Hún lauk prófi frá Háskóla Íslands í hagnýtri fjölmiðlun árið 1991, BA prófi í þjóðfræði og ensku 2005 og MA í þjóðfræði árið 2011. Hún starfaði sem blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og fréttakona á hinum ýmsu fjölmiðlum frá 1985 til 2000 en hefur síðan þá helgað sig ritstörfum. Þá hefur hún kennt þjóðfræði við HÍ og gegnt þar starfi Jónasar Hallgrímssonar við meistaranám í ritlist. Vilborg hefur sérhæft sig í ritun sögulegra skáldsagna og hlotið fyrir lofsamlega dóma. Fyrsta bók hennar, Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og framhald hennar, Nornadómur, árið eftir, en þær gerast um aldamótin 900 og segja frá baráttu norsk-írskrar ambáttar fyrir frelsi úr ánauð. Fyrir þær hlaut Vilborg verðlaun Íslandsdeildar IBBY og Skólamálaráðs Reykjavíkur. Bækurnar komu síðar út undir titlinum Korku saga og hefur hún verið notuð við kennslu bæði á unglingastigi grunnskóla um land allt og í framhaldsskólum frá útgáfu. Í sögulegu skáldsögunum Eldfórninni, Galdri og Hrafninum leitaði Vilborg aftur til 14. og 15. alda. Sú síðasttalda, sem gerist meðal inúíta og norrænna manna á Grænlandi, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna (2005) og sömuleiðis skáldsagan Auður (2009), fyrsta bindið í þríleik hennar um landnámskonuna Auði djúpúðgu Ketilsdóttur. Önnur bókin, Vígroði, kom út 2012 og 2017 sú síðasta, Blóðug jörð, sem jafnframt er sjálfstæð saga um flótta Auðar yfir hafið frá Skotlandi um Orkneyjar og Færeyjar til Íslands. Árið 2015 kom út sannsagan Ástin, drekinn og dauðinn sem tilnefnd var til Fjöruverðlaunanna. Vilborg hefur vakið mikla athygli fyrir að svipta þar burt þeirri bannhelgi sem lengi hefur hvílt á umræðu um dauða og sorg. Þar segir hún frá ferðalaginu með drekanum en svo nefndu þau eiginmaður hennar heilakrabbamein sem dró hann til dauða í blóma lífsins árið 2013 og fyrsta ári sínu sem ekkja. Vefsíða Vilborgar er davidsdottir.is

Bækur eftir höfund

Land_naeturinnar_72pt
Land næturinnar
3.690 kr.7.290 kr.
UndirYggdrasil_72pt_Fjoru_Tiln
Undir Yggdrasil
1.490 kr.3.990 kr.
Auður eftir VIlborgu Davíðsdóttur
Auður
990 kr.3.490 kr.
Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Hrafninn
990 kr.
Eldfórnin eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Eldfórnin
990 kr.
Blóðug jörð
Blóðug jörð
990 kr.3.990 kr.
Ástin, drekinn og dauðinn
Ástin, drekinn og dauðinn
990 kr.3.690 kr.
Korku saga eftir Vilborgu Davíðsdóttir
Korku saga: Við Urðarbrunn og Nornadómur
990 kr.2.690 kr.
Vígroði
Vígroði
990 kr.1.990 kr.
attachment-15222
Galdur
990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning