Heimili höfundanna

Valur Gunnarsson
Valur Gunnarsson
Valur Gunnarsson fæddist þann 26. ágúst í Reykjavík og ólst upp í Noregi, í Bretlandi og á Íslandi, auk þess sem hann eyddi sumrum sínum á unglingsárum í Sadí-Arabíu og Kína. Hann útskrifaðist með MA gráðu í ritlist frá hinum virta Queen‘s University í Belfast árið 2003 og tók þá þátt í stofnun blaðsins Reykjavik Grapevine. Valur hefur skrifað greinar í flest blöð á Íslandi og meðal annars starfað hjá Fréttablaðinu, Fréttatímanum og DV. Þá var hann fréttaritari Associated Press og The Guardian í kringum hrun. Hann hefur einnig gefið út þrjár plötur, Reykjavík er köld: Leonard Cohen á íslensku, Seljum allt með hljómsveitinni Ríkið og Vodka Songs, saminni í Rússlandi ásamt Gímaldni. Hann hefur gefið út ljóðabókina A Fool for Believing sem vann nýliðaverðlaun á ljóðaráðstefnu í Washington DC, og tók þátt í gerð ljóðabókarinnar Iceland: Red, Green and Blue sem kom út í Finnlandi. Fyrsta skáldsaga Vals, Konungur norðursins, kom út árið 2007 og sú næsta, Síðasti elskhuginn, árið 2013. Hann er nú að klára MA nám í sagnfræði við Háskóla Íslands þar sem hann fæst við rannsóknir á óreiðukenningunni og hvernig veröldin hefði getað þróast ef atburðir hefðu orðið öðruvísi. Skáldsaga hans, Örninn og fálkinn, fjallar um hvað hefði getað gerst ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940.

Bækur eftir höfund

Stridsbjarmar-KAPA-FINAL-mockup
Stríðsbjarmar
5.890 kr.
what if vikings had conquered the world
What if vikings had conquered the world?
3.390 kr.
hvað ef
Hvað ef?
3.890 kr.
Bjarmalönd_epr2023_72
Bjarmalönd
1.490 kr.4.290 kr.
Örninn og Fálkinn
Örninn og Fálkinn
990 kr.3.990 kr.
attachment-629848
Síðasti elskhuginn
1.390 kr.4.290 kr.
attachment-10559
Konungur Norðursins
1.650 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning