Heimili höfundanna

Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn frá Hamri (Jónsson) var fæddur 15, mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði og lést í Reykjavík 28. janúar 2018. Hann lauk gagnfræða- og landsprófi frá Reykholtsskóla og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955–1957. Á sjöunda áratugnum starfaði hann um tíma við bókavörslu en hafði ritstörf að aðalstarfi frá árinu 1967. Auk skáldskapar fékkst hann við þýðingar, prófarkalestur og gerð útvarpsþátta. Þorsteinn tryggði sér snemma sess meðal fremstu ljóðskálda sem ort hafa á íslensku. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli, árið 1958 mótaði hann og fágaði ljóðstíl sinn af einstakri natni, ástríðu og þekkingu á sögu, tungu og samfélagi. Oft er talið að honum hafi tekist einkar vel að bræða saman hina gömlu ljóðahefð og stílbrögð nýrrar aldar, ljóðmál módernismans. Hann orti gjarnan ádrepur og hugvekjur, meitluð og myndræn ljóð sem sum eru torræð við fyrstu sýn en ljúka upp leyndardómum mannshugans og náttúrunnar þegar að er gáð. Ljóðabækur Þorsteins urðu á þriðja tug talsins en einnig sendi hann frá sér þrjár skáldsögur og bækur með sagnaþáttum. Þá liggja eftir hann margar þýðingar, einkum á barnabókum. Hann hlaut á löngum ferli fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarann sofandi, og hann var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir tvær aðrar bækur. Fimm sinnum var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðabækur, seinast árið 2015 fyrir Skessukatla. Auk þessa má nefna Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambands Íslands árið 2006 en hann hafði setið í stjórn sambandsins nokkur tímabil. Þá hlaut hann riddarakross hinnar íslensku fólkaorðu fyrir ritstörf árið 1996 og naut heiðurslauna Alþingis frá árinu 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á ýmis tungumál og ljóð hans komið út í safnritum víða um lönd.

Bækur eftir höfund

Haust í Skírisskógi
Haust í Skírisskógi
990 kr.2.590 kr.
Núna
Núna
4.290 kr.
attachment-625931
Skessukatlar
3.100 kr.4.450 kr.
Allt kom það nær
Allt kom það nær
4.140 kr.
attachment-604065
Ljóð og myndir
2.710 kr.
attachment-7441
Hvert orð er atvik
2.715 kr.
attachment-19583
Dyr að draumi
2.915 kr.
attachment-12009
Þorsteinn frá Hamri - Ritsafn
4.655 kr.
attachment-10657
Meira en mynd og grunur
2.545 kr.
vetrarmyndin
Vetrarmyndin
2.180 kr.
attachment-604209
Meðan þú vaktir
2.180 kr.
Það talar í trjánum
Það talar í trjánum
2.180 kr.
Sæfarinn sofandi eftir Þorstein frá Hamri
Sæfarinn sofandi
2.230 kr.
attachment-604212
Urðargaldur
490 kr.
attachment-597684
Spjótalög á spegil
1.245 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning