Heimili höfundanna

Þórarinn Eldjárn
Þórarinn Eldjárn
Þórarinn Eldjárn er fæddur í Reykjavík 1949. Hann stundaði nám í bókmenntum, heimspeki og íslensku við Háskóla Íslands og Háskólann í Lundi, en hann var búsettur í Svíþjóð um nokkrurra ára skeið. Þórarinn á að baki langan og farsælan höfundarferil en fyrsta ljóðabók hans, Kvæði, kom út árið 1974. Hann vakti strax mikla athygli og hefur frá fyrstu tíð verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar; bækur hans, sem skipta tugum, hafa jafnan notið mikillar hylli lesenda. Þórarinn er gríðarlega fjölhæfur og hefur sent frá sér verk í flestum greinum bókmennta: ljóðabækur í hefðbundnu formi og frjálsu, smásagnasöfn, skáldsögur, söguleg verk, leikrit og barnaljóð, auk þess sem hann hefur verið afkastamikill þýðandi og samið fjölda söngtexta. Þórarinn hefur skýra sérstöðu meðal íslenskra skálda. Auk fjölhæfninnar er hann þekktastur fyrir glímu sína við hefðbundið ljóðform en einnig hefur vakið athygli hvernig hann vinnur úr íslenskum menningararfi með ísmeygilegri gamansemi sem tíðum reynist egghvöss þegar vel er að gáð. Hann er einstaklega orðhagur, jafnvígur á ljóð og laust mál og höfðar jafnt til barna sem fullorðinna. Meðal viðurkenninga Þórarins fyrir ritstörf má nefna viðurkenningu Sænsku akademíunnar fyrir kynningu á sænskri menningu erlendis (2013), Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir barnabækurnar Ljóðpundara (2018), Árstíðirnar (2010) og Gælur, fælur og þvælur (2007) og fyrir ljóðabókina Hættur og mörk (2005), Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bækurnar Óðfluga ((1992) og Halastjarna (1998) og svo mætti áfram telja. Þá hlaut hann Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 1998 og var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008. Bók hans og Sigrúnar Eldjárn, Fuglaþrugl og naflakrafl, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og þýðingar Þórarins á leikritum Shakespeares, Lé konungi, Jónsmessunæturdraumi og Hamlet, voru allar tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Þá var skáldsaga hans, Brotahöfuð frá 1997, tilnefnd til írsku IMPAC-verðlaunanna, Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Aristeion, evrópsku bókmenntaverðlaunanna.

Bækur eftir höfund

hlustum frekar lágt
Hlustum frekar lágt
3.290 kr.
tættir þættir
Tættir þættir
6.590 kr.
Allt og sumt
Allt og sumt
3.890 kr.
Umfjollun_72
Umfjöllun
1.690 kr.3.490 kr.
Rimogroms_72pt
Rím og roms
3.490 kr.
Til í að vera til
Til í að vera til
990 kr.3.390 kr.
Vammfirring
Vammfirring
3.390 kr.
Ævintýri: Lespúsl A4
Ævintýri: Lespúsl A4
2.590 kr.
Sonnettur: Lespúsl A3
Sonnettur: Lespúsl A3
2.590 kr.
Landnámur: Lespúsl A2
Landnámur: Lespúsl A2
2.590 kr.
Eins og vax: Lespúsl A1
Eins og vax: Lespúsl A1
2.590 kr.
Margsaga eftir Þórarinn Eldjárn
Margsaga
990 kr.
Skuggabox eftir Þórarinn Eldjárn
Skuggabox
990 kr.
Þættir af séra Þórarinum
Þættir af séra Þórarinum og fleirum
990 kr.3.490 kr.
eins-og-vax
Eins og vax
990 kr.
serdu-thad
Sérðu það sem ég sé
990 kr.
Ó fyrir framan
Ó fyrir framan
990 kr.
ofsogum-sagt
Ofsögum sagt
990 kr.
kyrr-kjor
Kyrr kjör
990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning