Þóra Ellen Þórhallsdóttir (f. 1954) er doktor í grasafræði og hefur sinnt margháttuðum vísinda-, kennslu- og trúnaðarstörfum, m.a. innan Háskóla Íslands, og verið fulltrúi í verkefnisstjórnum á vegum ráðuneyta, t.d. við gerð Hvítbókar um náttúruvernd og nýrra náttúruverndarlaga 2013 og rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða frá 1999. Rannsóknir Þóru Ellenar hafa m.a. snúið að vistfræði hálendisgróðurs, uppruna íslensku flórunnar og áhrifum loftslagsbreytinga. Frá aldamótum hafa rannsóknir hennar einkum beinst að landnámi plantna og þróun vistkerfa á nýju landi, á hraunum, jökulaurum og framan við hörfandi jökla. Þá hefur Þóra Ellen lengi tekið þátt í málefnum náttúruverndar á Íslandi. Þóra Ellen var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2005. Hún er einn höfunda Flóru Íslands – blómplöntur og byrkningar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2019.