Ólína Kjerúlf þorvarðardóttir Þjóðfræðingur er fædd í Reykjavík 1958. Hún lærði íslensku, Þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk Þaðan doktorsprófi árið 2000.
Ólína hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, skólameistari og háskólakennari. Hún var virk í stjórnmálum um árabil sem borgarfulltrúi og alþingismaður. Í frístundum er hún
björgunarsveitarmaður og fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands.
Ólína hefur lengi fengist við ritstörf. Árið 1995 hlaut hún verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar Reykjavíkur. Ritsmíðar hennar eru fræði og skáldskapur, Þýðingar og kennsluefni auk fjölmargra fyrirlestra og tímaritsgreina um trúarhætti, Þjóðfræði og menningararf.