Kristjana Friðbjörnsdóttir, fædd 1976, er kennari að mennt og afkastamikill barnabókahöfundur. Hún sendi frá sér sína fyrstu bók, Fjóli fífils – Skuggaúrið, árið 2007 og sló strax þann húmoríska tón sem einkennir öll verk hennar.
Eftir Kristjönu liggja bókaflokkarnir um Fjóla fífils, Ólafíu Arndísi og systkinin Freyju og Fróða, auk fjölbreytts kennsluefnis í íslensku og bókmenntum fyrir öll stig grunnskólans. Bók hennar Flateyjarbréfin var tilnefnd til Barnabókaverðlauna menntaráðs Reykjavíkur.