Heimili höfundanna

ljósmHrafnJónssonMÁNOTAFRÍTT
Jón Atli Jónasson
Jón Atli Jónasson (f. 1972) er margverðlaunað leikskáld og handritahöfundur. Leikverk hans hafa verið sett upp víða um Evrópu og hann er einn af stofnendum Mindgroup, sem eru evrópsk regnhlífarsamtök leikhúsfólks sem vinnur að tilraunakenndri leiklist. Jón Atli var fyrsta leikskáldið til að fá styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Jón Atli hefur einnig skrifað nokkur kvikmyndahandrit, þar á meðal Djúpið sem tilnefnt var til Óskarsverðlaunanna 2015, og hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna. 2011 var hann valinn Útvarpsleikritahöfundur Norðurlanda og útvarpsleikrit hans um Guðmundar- og Geirfinnsmálið lenti í þriðja sæti Prix Europa-verðlaunanna 2017. Nokkrar skáldsögur og smásögur hafa komið út eftir hann. Fyrsta bók hans, smásagnasafnið Brotinn taktur, kom út 2001, þá skáldsagan Í frostinu 2005, skáldævisagan Ballaðan um Bubba Morthens 2006 og nóvellan Börnin í Dimmuvík 2013. Árið 2022 hóf Jón Atli að skrifa glæpasögur og það sama ár komu út tvær slíkar: Andnauð og Brotin. Haustið 2023 kom Eitur út, en hún er framhald Brotinnar.

Bækur eftir höfund

Brotin_72
Brotin
3.690 kr.3.990 kr.
Börnin í Dimmuvík
Börnin í Dimmuvík
990 kr.
attachment-13713
Ballaðan um Bubba Morthens
2.065 kr.
Í frostinu
Í frostinu
990 kr.
attachment-13710
Brotinn taktur
990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning