Inga Mekkín Beck er fædd á Neskaupstað árið 1988 og ólst upp á Kollaleiru við Reyðarfjörð. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og B.A. gráðu í ensku og japönsku frá Háskóla Íslands. Inga lauk síðan M.A. námi í ritlist frá sama skóla árið 2015. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands en sinnir skáldagyðjunni á kvöldin og um helgar. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2016 fyrir sína fyrstu bók, Skóladrauginn.