Hugleikur Dagsson er fæddur 1977. Hann lauk BA-námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hugleikur hefur gefið út tugi bóka af ýmsu tagi og fyrstu þrjár bækurnar hans hafa komið út í um 10 löndum og tveimur heimsálfum. Hann hefur ennfremur skrifað leikrit, séð um útvarpsþætti, gert vídjóverk og sinnt myndlist.
Hann hefur vakið mikla athygli fyrir örsögur sínar og þær þótt í senn kaldhæðnar og fallegar.
Um sögur hans var sagt í Morgunblaðinu að þær fljúgi frá landi kaldhæðninnar, millilendi í Skemmtilegabæ, og haldi svo áfram ferðalagi sínu með smá viðkomu í Ljótuborg, vítt um flókinn heim gróteskunnar og fegurðarinnar.