Heimili höfundanna

HelgiBjornsson
Helgi Björnsson
Helgi Björnsson (f. 1942) er jarðeðlisfræðingur að mennt. Hann nam við Oslóarháskóla, lauk þaðan magistersprófi 1967 og doktorsprófi 1988. Hann starfaði víða um lönd, m.a. á Norðurlöndum, í Kanada, Bandaríkjunum og á Englandi en lengst af starfsævinni við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Helgi er nú á eftirlaunum og sinnir ýmsum hugðarefnum. Á fjölþættum vísindaferli vann Helgi m.a. að flestum þáttum jöklarannsókna hér á landi, auk víðtækra rannsókna á Svalbarða, í Svíþjóð, Noregi og Himalaja. Hann telst meðal allra fremstu fræðimanna á þessu sviði. Helgi var lengi formaður Jöklarannsóknafélags Íslands, varaformaður Alþjóðlega jöklarannsóknarfélagsins og um árabil ritstjóri vísindatímaritsins Jökuls. Helgi hlaut heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla árið 2002 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs árið 2008. Fyrir stórvirkið Jöklar á Íslandi hlaut Helgi íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009. Hann skrifaði bókina Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni í samvinnu við Vísindavefinn árið 2015 en nýjasta bók Helga er In the Realm of Vatnajökull – A Companion on the Southern Ring Road (2021) sem hann skrifaðu ásamt eiginkonu sinni, plöntuvistfræðingnum Þóru Ellen Þórhallsdóttur.

Bækur eftir höfund

In the realm of Vatnajökull
In the realm of Vatnajökull - A companion on the Southern Ring Road
4.890 kr.
Jöklar á Íslandi
Jöklar á Íslandi
12.990 kr.
Af hverju eru jöklar...
Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni?
3.990 kr.
attachment-573997
Ice - box set
990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning