Heimili höfundanna

Helga Guðrún Johnson
Helga Guðrún Johnson
Helga Guðrún Johnson (f. 1963) var um árabil frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Í samvinnu við Sigurveigu Jónsdóttur hefur hún skrifað nokkrar bækur tengdar atvinnulífinu, þar á meðal Á flugi, áfangar í sögu Flugleiða (2004) og Saga Símans í 100 ár (2006). Þær Sóley Eiríksdóttir skrifuðu saman Nóttina sem öllu breytti – Snjóflóðið á Flateyri árið 2016. Helga Guðrún er lipur ævisagnaritari, hún skrifaði ævisögu Lydiu Pálsdóttur Einarsson, Lífsganga Lydiu með Guðmundi frá Miðdal, árið 1992 og áhrifamikla sögu þriggja kynslóða kvenna, Saga þeirra, sagan mín sem fjallar um Katrínu Stellu Briem, móður hennar Stellu Briem og ömmu, Katrínu Thorsteinsson. Sú bók kom út árið 2014 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna sama ár.

Bækur eftir höfund

Hringfarinn - Einn á hjóli í hnattferð
Hringfarinn - Einn á hjóli í hnattferð
9.990 kr.
Sliding Through - Around the world on a motorbike
Sliding Through - Around the world on a motorbike
9.990 kr.
attachment-647813
Það er kominn gestur
9.590 kr.
Saga þeirra, sagan mín
Saga þeirra, sagan mín
5.905 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning