Heimili höfundanna

Guðmundur Óskarsson
Guðmundur Óskarsson
Guðmundur Óskarsson (Guðmundur Jóhann Óskarsson) er fæddur í Reykjavík 1978. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999 og stundaði síðan nám við Háskóla Íslands, fyrst í lyfjafræði en síðar í íslensku og sálfræði. Guðmundur hefur lengst af starfað í banka samhliða ritstörfum. Fyrsta bók Guðmundar kom út árið 2007. Hún ber titilinn Vaxandi nánd og inniheldur örsögur. Árið eftir kom út skáldsagan Hola í lífi fyrrverandi golfara og þriðja bókin, skáldsagan Bankster, kom svo út árið 2009. Sú bók vakti mikla athygli og féll vel inn í þjóðfélagsumræðuna og andrúmsloftið í íslensku samfélagi í kjölfar bankahruns – og fyrir hana hlaut Guðmundur Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta. Hann hefur sent frá sér eina bók síðan, skáldsöguna Villisumar sem kom út 2016. Smásögur eftir Guðmund hafa birst í ýmsum safn- og tímaritum, erlendum sem íslenskum. Þá hefur verðlaunasagan Bankster verið þýdd á þýsku og dönsku.

Bækur eftir höfund

Villisumar
Villisumar
990 kr.2.990 kr.
Bankster
Bankster
1.390 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning