Gísli Pálsson fæddist í Vestmannaeyjum 22. desember 1949. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni lagði hann stund á félagsvísindi við Háskóla Íslands og Manchesterháskóla. Hann hefur kennt á öllum skólastigum, lengst við Háskóla Íslands og Menntaskólann við Hamrahlíð.
Meðal bóka Gísla á íslensku er ævisagan Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem hefur verið þýdd á ensku, dönsku og frönsku. Árið 2014 hlaut hann heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright.
Gísli hefur fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, en undanfarin ár hefur hann einkum látið umhverfismál til sín taka. Hann hefur unnið að nokkrum heimildamyndum.