Heimili höfundanna

200304-Einar-01-0224-bnw
Einar Lövdahl
Einar Lövdahl er fæddur í Bandaríkjunum árið 1991 en uppalinn í Reykjavík frá fimm ára aldri. Hann er íslenskufræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur einkum starfað sem blaðamaður og textasmiður á auglýsingastofu auk þess sem hann hefur fengist við tónlist. Árið 2013 sendi Einar frá sér sólóplötuna Tímar án ráða og árið 2019 kom út platan Nætur með tvíeykinu LØV & LJÓN sem hann myndar ásamt Agli Jónssyni. Allir textar beggja verka voru eftir Einar og þá hefur hann einnig samið texta fyrir aðra flytjendur, s.s. Julian Civilian (Skúla Jónsson), Jóhönnu Guðrúnu, Jón Jónsson og GDRN. Einar var um tíma blaðamaður hjá menningarblaðinu Monitor þar sem hann skrifaði vikuleg forsíðuviðtöl og pistla. Síðar var hann ritstjóri Stúdentablaðsins. Árið 2015 birtist smásaga hans, Hér hvílir meðaljón, í Skíðblaðni og ári síðar kom hún út í þýskri þýðingu í safnriti með norrænum smásögum á vegum Greifswald-háskóla. Síðla vetrar 2018 kom út Aron – sagan mín, frásögn Aron Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem var skrásett af Einari og gefin út af Fullu tungli. Fyrsta skáldverk Einars Lövdahl, smásagnasafnið Í miðju mannhafi, var önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021. Einar býr með unnustu sinni og dóttur.

Bækur eftir höfund

IMidjuMannhafi_72
Í miðju mannhafi
990 kr.2.590 kr.
Aron - sagan mín
Aron - sagan mín
4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning