Heimili höfundanna

Arndís Þórarinsdóttir
Arndís Þórarinsdóttir
Arndís Þórarinsdóttir er fædd árið 1982. Hún hefur sent frá sér fjölbreyttar bækur fyrir börn og unglinga en einnig ljóð og smásögur. Arndís er með BA-próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og tvöfalt meistarapróf í ritlist, frá Goldsmiths College í London og Háskóla Íslands. Fyrsta skáldsaga hennar, Játningar mjólkurfernuskálds, kom út 2011 og var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Þríleikurinn Nærbuxnaverksmiðjan, Nærbunavélmennið og Nærbuxnanjósnarar nutu mikilla vinsælda og var sú síðasta tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Blokkin á heimsenda, sem Arndís skrifaði ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, hlaut Barnabókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bál tímans, sem segir sögu Möðruvallabókar og opnar heim norrænna miðaldahandrita fyrir börnum, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem og ljóðabók Arndísar, Innræti, sem kom út eftir að hún hafði í tvígang hlotið viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör. Þá hefur Arndís skrifað stuttar skáldsögur fyrir menntamálastofnun, birt greinar og sögur í blöðum og tímaritum, fengist við þýðingar og sinnt ýmiss konar félagsstörfum tengdum bókmenntum. Hægt er að skoða heimasíðu Arndísar hér.

Bækur eftir höfund

Mommuskipti_72
Mömmuskipti
2.990 kr.5.490 kr.
Kollhnis_Kapa.indd
Kollhnís
2.990 kr.4.890 kr.
Nærbuxnaþríleikurinn - pakki
Nærbuxnaþríleikurinn - pakki
6.990 kr.
  • 2
  • 3